Dermatude Meta Therapy

Hægt er að hægja mikið á öldrun húðarinnar og það er í raun og veru hægt að draga úr ummerkjum öldrunar. Fyrst verður að örva náttúrleg ferli húðarinnar innanfrá svo að framleiðsla kollagens og elastíns í húðinni fari aftur af stað og hringrásarferlin eflist. En jafnframt verður að bæta húðinni upp það sem hún hefur farið á mis við, með virkum efnum utanfrá.

Dermatude’s Meta Therapy stendur fyrir Medical & Esthetical Tissue Activating Therapy og er eina aðferðin til þess að bæta og fegra húðina bæði innanfrá og utanfrá. Þá eru sérstök serum, sem eru mjög virk efni, borin á húðina. Þannig fást tvöföld áhrif gegn öldrun húðarinnar vegna þess að ekki er eingöngu horft á afleiðingarnar, heldur er fyrst og fremst ráðist gegn orsökunum.

Hvernig virkar Meta Therapy ?

Meta Therapy felst í því að gerðar eru örsmáar ástungur á húð án minnsta sársauka. Náttúrlegar varnir líkamans bregðast samstundist við og hefja framleiðslu á kollageni og elastíni til
að gera við “skaðann”.

Meta Therapy hefur tvöfalt hlutverk: Raðgötunin örvar náttúrlega endurnýjun húðarinnar og um leið berst nákvæmlega rétt magn af virku efnunum inn í húðlagið þar sem þau gera mest gagn.
Þessar sjálfvirku viðgerðir líkamans eru 100% náttúrlegar – húðin endurnýjast innanfrá.

Við þetta verður húðin þéttari og fær aftur stinnleika sem var farinn að minnka, fínar línur og smáhrukkur sléttast, húðholurnar grynnast, hringrásarferli örvast og almennt ástand húðarinnar batnar.

Meta Therapy hjálpar til við að endurnýja það sem húðin hefur misst í tímans rás. Það fer fram með 100% náttúrlegum hætti – húðin verður ferskari og yfirbragðið unglegra.

 

Fyrir og Eftir Meta Therapy

 

Rétt dýpt
Mjög miklu máli skiptir að nálalengdin sé rétt því annars næst ekki fullur árangur af meðferðinni.
Með Meta Therapy er grunn-frumulagið ofan á leðurhúðinni raðgatað, alveg ofan í efsta lag leðurhúðarinnar. Þegar grunn-frumulagið verður fyrir örvun af þessu tagi fer að myndast kollagen og elastín án þess að því fylgi hætta á örvef í húðbeðnum.
Þess vegna er Meta Therapy mjög áhrifarík og örugg meðferð, og henni fylgja engin óæskileg áhrif, hvorki til lengi né skemmri tíma, þótt meðferðin sé endurtekin.

Af hverju virkar Meta Therapy?

1. Snúið lífsklukkunni við með Dermatude Meta Therapy.
Fyrstu merki um að húðin sé farin að eldast koma fram við u.þ.b. 25 ára aldur. Húðin þynnist, blóðflæði minnkar og það hægir á náttúrlegri framleiðslu kollagens og elastíns. Þetta náttúrlega öldrunarferli kemur innanfrá en ytri aðstæður flýta fyrir því, eins og t.d. óhóflega miklir útfjólubláir geislar frá sól eða ljósalömpum, loftkæling, streita, áhrif sindurefna og loftmengunar, að ógleymdu tóbaki og áfengi.

2. Leyndarmálið er –  Að virkja kollagen og elastín framleiðslu húðarinnar innanfrá.
Meta Therapy stýrir náttúrulegum viðgerðareiginleikum húðarinnar upp á kraftmeira stig og húðin fer samstundist að hefja framleiðslu á kollageni og elastíni. Viðgerðareiginleiki húðarinnar er 100% náttúrlegt ferli þar sem húðin endurnýjast innanfrá. Meta Therapy er eina húðmeðferðin á markaðum í dag sem sameinar tvöfalda eiginleika og því hefur meðferðin tvískipt áhrif. Húðin endurnýjast innanfrá vegna endurnýjunar húðvefsins og meðferðinni fylgja einnig sérstök serum, virk efni sem borin eru á húðina. Þannig næst tvöföld barátta gegn öldrun húðarinnar og umfram allt er ekki eingöngu horft á afleiðingarnar, heldur er fyrst og fremst hvað það er sem veldur öldrun húðarinnar.

3. Útkoman – Vertu unglegri og frískari ÞÚ á 100% náttúrulegan hátt.
Við þetta verður húðin þéttari og fær aftur stinnleika sem var farinn að minnka, og greinilega sést að fínar línur og smáhrukkur sléttast, húðholurnar grynnast, hringrásarferli örvast og almennt ástand húðarinnar batnar.
Meta Therapy hjálpar til við að endurnýja það sem húðin hefur misst í tímans rás. Það fer fram með 100% náttúrlegum hætti – húðin verður ferskari og yfirbragðið unglegra.

Fyrir hvern er Dermatude Meta Therapy?

Með Meta Therapy er hægt að framkvæma mismunandi meðferðir: hægt er að velja á milli bætandi húðmeðferðar og yngjandi meðferðar á öllu andlitinu, hálsinum og/eða bringunni annars vegar, og hins vegar meðferðar á afmörkuðum svæðum eða einstökum línum og/eða hrukkum.Einnig er hægt að blanda saman meðferðum til að ná sem bestum árangri.

– Ennishrukkur
– Broshrukkur
– Bætt uppbygging húðarinnar                                                                                                                     7
– Fínlegar húðholur
– Lyfting
– Bringa
– Svipbrigðahrukkur
– Augnpokar
– Yngjandi meðferð
– Hrukkur/línur kringum varir
– Háls

Frábær árangur fyrir mismunandi húðgerðir:

– Þroskaðri húð – sléttun og lyfting
– Vandamála húð – gömul ör og ójöfnur
– Þurri eða mjög þurri húð
– Gegn litabreytingum og blettum á húð
– Slakri og orkulausri húð – Lyfting og orka
– Ör á húð eftir skurðaðgerð
– Húð fólks sem reykir
– Sem viðhaldsmeðferð fyrir húð án vandamála

9

 

 

 

 

 

 

Related Posts