Jóladagatal Janssen Cosmetics 2017

Þá er komið að því!  Jóladagatal Janssen Cosmetic 2017 er komið !

24 gluggar sem telja niður daganna fram að jólum, hver gluggi inniheldur mismunandi ampúlur sem næra og styrkja húðina frá neðstu húðlögum, SÉRSTAKLEGA stórir gluggar 6 og 24 des sem enginn verður svikinn af!

Hver dagur verður dekurdagur og húðin ljómar í annasömum desember. 

Dagatalið inniheldur :
* 5x Caviar Fluids, innih. caviar extract árángurinn er aukin orka og endurnýjun og vörn gegn sindurefnum, sérstaklega góð til að vekja upp líflausa húð. Góð sem „viðgerð“ fyrir húð sem hefur verið undir miklu álagi, stressi og streitu.
* 5x Skin Contour Fluids með elastin-örvandi peptiðum fyrir lyftingu og stinnari húð
* 3x Youth Fluids innih. rice extract og hyaluronic sýru sléttir og nærir húðina ásamt því að stuðla að unglegra útliti húðarinnar.
* 6x Hyaluronic Fluids, langar og stutter keðjur af hyaluronic sýru smjúga í gegnum öll húðlögin og fylla húðina af raka. Húðin verður fylltari og áferðin silkimjúk.
*3x Eye Flash Fluids með hyaluronic sýru og virkum peptíðum sérstaklega hönnuð fyrir augnsvæðið dregur úr þrota og baugum og styrkir húðina í kringum augun.
* 2x Instant Lift Serum Lúxús prufur úr nýju Mature Skin línunni frá Janssen Cosmetics.
Eins og nafnið gefur til kynna “instant” lyfting! Kælandi og frískandi gel fyllt af sjávarkollageni sem gefur húðinni fyllingu og frísklegra yfirbragð á aðeins örfáum mínútum! Kollagenið smýgur hratt niður í neðstu húðlög fyllir á og bindur sig við náttúrulegt kollagen húðarinnar sem gefur instant fyllingu og frísklegan húðlit. Við getum giskað á hvaða “STÓRU” gluggum þessi dásemd felur sig 🙂

Ampúlunum er raðað þannig að sem mestur árángur og nýtni fáist á þessum frábæra 24 daga kúr. Hentar öllum húðgerðum og er frábær viðbót til að auka raka, fyllingu og náttúrulegan ljóma húðarinnar.
Ampúlur eru samheiti djúpvirkandi efni sem koma í litlum gler „ampúlum“. Hver ampúla inniheldur einn skammt og er mikilvægt að nota alla ampúluna  í einu þar sem virk innihaldefni missa virkni eftir stuttan tíma í snertingu við súrefni, þar sem engin auka- né rotvarnarefnum er bætt við.

Gullfallegt í hillu eða uppá vegg á aðeins 9.900 kr 

Related Posts