UM OKKUR

KOSMETIK SNYRTISTOFA

Er staðsett í hjarta Reykjavíkur á Garðastræti 2, 101 Reykjavík

Persónuleg en umfram allt fagleg þjónusta í fáguðu umhverfi, þar sem þú skiptir máli.

Kosmetik Snyrtistofa býður uppá allar almennar snyrtimeðferðir fótsnyrtingu, lit og plokk, vaxmeðferðir ásamt virkum húðmeðferðum fyrir andlit og líkama.

Persónuleg ráðgjöf á meðferðamöguleikum og vörunoktun.

Nóg er af bílastæðum allt um kring þá er hægt að leggja í götustæði bæði í Garðastræti og nærliggjandi götum,  í bílastæðahúsi á horninu á Vesturgötu og Garðastræti einnig eru tvö bílastæðaplön á Tryggvagötu í örstuttu göngufæri.

Eigandi stofunnar er Kristín Björg Bergmann en hún hefur starfað við snyrtingu síðan 2009.

Kristín Björg hefur m.a. starfað á Snyrtistofunni Ársól og Gyðjunni hér á Íslandi.

Hún flutti til Noregs 2011 og nýtti tímann vel fjarri heimahögunum þar sem hún sótti framhalds námskeið í Spa-fræðum og starfaði á Spa Hóteli í Stafangri í u.m.þ.b ár.

Eftir það tók hún að starfa á einni af stærri snyrtistofum Stafangurs og sótti á þeim tíma endurmenntun í húðumhirðu og andlitsmeðferðum, þá einkum sterkum húðflögnunarmeðferðum og Dermatude.

Hugurinn leitaði þó aftur heim til Íslands og haustið 2014 flutti hún aftur heim eftir góða og lærdómsríka dvöl í Noregi.

Kristín hefur brennandi áhuga á öllu sem við kemur snyrtifræðum og leggur mikinn metnað í að fylgjast vel með nýjungum á markaði og bjóða viðskiptavinum sínum bara það allra besta.